27.1.2009 | 23:57
Norski Íhaldsflokkurinn
Ég mundi halda að mörg ný stjórnmálaöfl mundu eða að mínu mati ættu að koma fram núna fyrir komandi kosningar. Ég ætla að kynna mér öll ný framboð sem koma fram það er á hreinu ég er einn að þeim sem er löngu búinn að fá nóg að gömlu flokkunum. ég hef undanfarin ár verið í Frjálslyndaflokknum og starfað fyrir þá, en er satt best að segja að verða búinn að fá nóg af þessu endalausu innanflokks stríði sem einkennt hefur Frjálslynda, það er enginn bara enginn vinnufriður. Og ef fram kemur framboð sem hefur málefni sem ég styð þá mun ég leggja því framboði lið, en ef ekki nú þá verð ég bara að reyna að koma mínum skoðunum fram og reyna að vinna að þeim málum sem ég vil vinna að, og reyna áfram að breita innanfrá. Það sem komið hefur fram enn sem komið er þá líst mér bara vel á stefnuskrá afls sem kallar sig Norska Íhaldsflokkinn www.simnet.is/ihaldsflokkurinn. Vonandi koma fleiri framboð fram því ekki er ég sammála öllu sem þetta afl hefur fram að færa en auðvitað gæti maður haft áhrif á að breita því eitthvað nær manni.
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.